Teq Reglur

TEQBALL

Teqball er vinsælasta Teq íþróttin, hún var stofnuð árið 2014 af tveimur áhugamönnum um fótbolta. Íþróttin hefur skapað sér stóran sess hjá fótboltamönnum um allan heim. Teqball er blanda af fótbolta og borðtennis. Á Íslandi hefur Teqball áður verið þekkt sem skallatennis. Spilað er með fótbolta á kúptu Teq borði þar sem leikmenn safna stigum. Hægt er að spila einliðaleik eða tvíliðaleið. 

TEQVOLY

Teqvoly er íþrótt sem er í miklum framförum um allan heim. Teqvoly sameinar blak og borðtennis. Íþróttin var þróuð í Ungverjalandi, þar sem fyrsta heimsmeistaramótið í Teqvoly var haldið árið 2019.

TEQPONG

Teqpong er nýstárleg leið til þess að spila borðtennis. Spilað er á kúptu Teq borði þar sem leikmenn etja kappi. Hægt er að spila einliðaleik, tvíliðaleik eða aðrar skemmtilegar útfærslur af borðtennisleikjum.

TEQIS

Teqis er nýstárleg leið til þess að spila Tennis á Teq borði. Teqis krefst færni, athygli, viðbragðstíma og tæknilegri getu. Teqis er þó auðveld að læra og hentar vel fyrir alla. Notast er viðPadel spaða og Padel bolta.

QATCH

Qatch sameinar handbolta og borðtennis. Loksins er komin samkeppni við fótboltann og Teqball, þar sem áhuga og eða atvinnumenn í handbolta etja kappi í sinni íþrótt á Teq borðinu. Qatch er e.t.v. flókin að sjá í fyrstu, en einföld eftir nokkra leiki. Qatch er leikin með tveimur þriggja manna liðum, þar sem tveir leikmenn í hvoru liði eru sóknarmenn og einn leikmaður í hverju liði er varnarmaður. Sóknarmenn sækja stigin á meðan varnarmaðurinn reynir að hindra sóknina.