View more
View more
View more
  1. Slide 1
  2. Slide 2
  3. Slide 3
  4. Slide 4

TEQBALL

Teqball er ný íþrótt sem spiluð er á kúptu borði sem svipar til borðtennisborðs. Teqball sameinar fótbolta og borðtennis en í gegnum tíðina hefur „íþróttin“ verið kölluð skallatennis hér á landi.
Það var þó ekki fyrr en árið 2014 þegar tveir knattspyrnuáhugamenn, Gábor Borsányi, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Viktor Huszár, tölvunarfræðingur hittust og sáu tækifæri í því að beygja borðtennisborð svo hægt væri að spila fótbolta á borðinu.
Teqball er virkilega skemmtileg og krefjandi íþrótt sem allir geta tekið þátt í og skemmt sér vel. Íþróttin er tilvalin fyrir atvinnumenn og áhugamenn um fótbolta og borðtennis. Hægt er að spila einliðaleik, tvíliðaleik og jafnvel einhverjar nýjar og skemmtilegar útfærslur af hinum ýmsu leikjum. Teqball borðin eru 3 metrar á lengd og 1,7 metrar á breidd, með hæsta punkt 0,76 metra.
Á borðunum er hægt að spila hinar ýmsu gerðir af íþróttum og leikjum, eins og Teqball, Teqis, Teqvoly, Teqpong og Qatch.

Fylgdu okkur á Instagram